Jafnaði sig á ástarsorg með Bítlunum

Margir hafa jafnað sig á ástarsorg með aðstoð Bítlanna.
Margir hafa jafnað sig á ástarsorg með aðstoð Bítlanna.

Ný heimildarmynd um Bítlana kom út á dögunum, en þar rekur Kanadamaðurinn Paul Saltzman hvernig hann nánast fyrir hendingu fékk að „hanga með“ Bítlunum þegar þeir dvöldu á Indlandi í trúarlegu afdrepi í febrúar árið 1968. 

Saltzman, sem var þá 23 ára gamall, var á bakpokaferðalagi um Indland þegar hann fékk skilaboð frá kærustu sinni í Montreal um að hún hefði ákveðið að slíta sambandinu. Hann tók þá ákvörðun að halda til hinnar heilögu borgar Rishikesh, en þar hafði gúrúinn Maharishi Mahesh Yogi sett upp búðir fyrir fólk til að stunda „innhverfa íhugun“. 

Það vildi ekki betur til en svo, að þegar Saltzman mætti til Rishikesh, vildi aðstoðarmaður Maharishi ekki hleypa honum inn nema fyrir miklar fortölur. Saltzman fékk loks að fara inn og fór hann beinustu leið í íhugun. Honum leið strax miklu betur. „Sársaukinn við ástarsorgina var farin. Ég steig inn í skóginn og ákvað að litast um,“ sagði Saltzman við BBC. 

Og þá rakst hann á Bítlana, klædda í indverskan fatnað. Saltzman segir að ísinn hafi verið brotinn undireins þegar John Lennon spurði hvort hann væri Bandaríkjamaður. Saltzman sagðist vera frá Kanada, og í kjölfarið stríddu Bítlarnir honum á því að vera frá „einum af nýlendunum“ og á sambandi Kanada við bresku krúnuna. „Þið eruð með mynd af drottningunni á peningunum ykkar,“ göntuðust þeir við hann. „Við erum með drottninguna á peningunum okkar, en hey, hún býr hjá ykkur!“ svaraði Saltzman fyrir sig og fékk í kjölfarið að umgangast Bítlana og fylgdarlið þeirra næstu vikuna.  

Kofarnir þar sem Bítlarnir dvöldust meðan þeir voru í Rishikesh …
Kofarnir þar sem Bítlarnir dvöldust meðan þeir voru í Rishikesh eru nú rústir einar. AFP

Í heimildarmynd Saltzmans sýnir hann fjölmargar ljósmyndir sem hann tók á Indlandi af Bítlunum, og segir hann við BBC að þó hann hafi elskað tónlistina þeirra hafi hann ekki verið upptekinn af frægð þeirra, og þeir hafi verið eins og venjulegt fólk og ekki með stjörnustæla. Þegar Saltzman fór heim til sín fóru ljósmyndirnar ofan í skúffu þar til dóttir hans bað hann um að birta þær, og úr varð bók sem kom út árið 2005. Stutt kvikmynd sem hann tók á vél Ringo Starr af meðlimum hljómsveitarinnar glataðist hins vegar alveg. 

Varð vitni að fæðingu Ob-la-di Ob-la-da 

Bítlarnir voru iðnir við lagasmíðar meðan á Indlandsdvöl þeirra stóð, en afraksturinn var á endanum gefinn út á albúminu The Beatles, sem oftast er kallað „Hvíta albúmið“. Ein af ljósmyndum Saltzmans sýnir þá John Lennon og Paul McCartney spila saman á gítar fyrir framan Ringo Starr, og segir hann að þar hafi þeir verið að spila lagið Ob-la-di Ob-la-da í fyrsta sinn. Þeir voru bara með fyrstu tvær laglínurnar sem þeir spiluðu aftur og aftur í ýmsum útgáfum, en textinn var ekki kominn ennþá. 

Saltzman segir að reynslan hafi breytt lífi sínu, og í myndinni reynir hann að sýna hvernig var þessa rúmu viku sem hann eyddi með frægustu hljómsveit allra tíma. „Ég þekkti þá bara í átta daga. En þetta var sem töfrum líkast.“

Aðdáendur Bítlanna eru fjölmargir og hefðu eflaust margir viljað vera …
Aðdáendur Bítlanna eru fjölmargir og hefðu eflaust margir viljað vera í sporum Saltzmans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant