Alvörugefin Paris Hilton í nýrri heimildarmynd

Paris Hilton.
Paris Hilton. AFP

Heimildarmyndin This Is Paris, um raunveruleikastjörnuna Paris Hilton, kom út á YouTube í dag. Í myndinni er Hilton alvörugefin og opnar sig upp á gátt. Í stiklum fyrir myndina hefur komið fram að Hilton hafi verið beitt ofbeldi í heimavistarskólanum sem foreldrar hennar sendu hana í.

Í upphafi myndarinnar segir Hilton að við gerð myndarinnar hafi hún uppgötvað margt um sjálfa sig. „Ókei ég ætla að vera eðlileg. Afsakaðu mig, ég er svo vön því að vera í karakter að það er erfitt fyrir mig að vera venjuleg. Þegar kvikmyndatökuvélarnar fara í gang verð ég önnur manneskja,“ segir Hilton.

Hilton komst fyrst í sviðsljósið þegar hún var unglingur og vann sem fyrirsæta. Á unglingsárum sínum laumaðist hún út í skjóli nætur og fór á djammið. Það skilaði sér í mikilli umfjöllun blaðanna um hana. 

Það var þó ekki fyrr en árið 2003 sem hún komst heldur betur í sviðsljósið þegar kynlífsmyndbandi af henni og þáverandi kærasta hennar Rick Salomon var lekið í fjölmiðla. Það var stuttu eftir að raunveruleikaþættir hennar The Simple Life hófu göngu sína.

Hilton hefur alltaf verið mikið í fjölmiðlum og var hún lengi vel þekkt sem manneskjan sem er fræg af því hún er fræg. Hún hefur þó gefið út tónlist, unnið sem fyrirsæta og skrifað sjálfshjálparbók.

Í dag ferðast Hilton 250 daga af ári um heiminn sem plötusnúður og fær greitt meira en eina milljón bandaríkjadala fyrir hvert gigg. Hún sér um framleiðslu á 19 vörulínum, allt frá ilmvötnum til fata á bæði dýr og menn.

Paris Hilton.
Paris Hilton. mbl.is/ Cover Media

Í einangrun í 20 klukkustundir

Tilgangur This Is Paris er að sýna hver hún er í raun og veru. Eins og hún segir í stiklum fyrir kvikmyndina þekkir enginn hana raunverulega. Áður en myndin var tekin upp hafði hún aldrei sagt fjölskyldunni sinni frá því hvað gerðist í heimavistarskólanum sem foreldrar hennar sendu hana í. 

Foreldrar hennar sendu hana í Provo Canyon School í Utah sem var í raun geðdeild. „Þau héldu bara að þetta væri venjulegur heimavistarskóli því þannig var hann auglýstur fyrir foreldra og fólk sem var að senda börnin sín á svona staði,“ sagði Hilton. 

Kvöldið sem hún kom í skólann segist Hilton hafa verið tekin úr rúmi sínu eins og það væri verið að ræna henni. Henni og skólafélögum hennar hafi reglulega verið gefin lyf sem enginn vissi hvað gerðu og þegar hún neitaði að taka þau var hún send í einangrun. Einangrunarvistin varði í allt að 20 klukkustundir í senn og var hún látin vera nakin í henni. Hún segist einnig hafa verið beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi af kennurum sínum. 

Hilton segir skólavistina hafa haft djúpstæð áhrif á sig og hún fái enn martraðir. Þetta hafi haft áhrif á margt í lífi sínu og hún eigi enn erfitt með að treysta fólki. 

„Þetta hafði djúpstæð áhrif á sambönd mín því ég vissi ekki hvað raunveruleg ást var, og af því að ég varð fyrir ofbeldi, þá bara venst maður því og maður heldur næstum því að þetta sé eðlilegt,“ sagði Hilton.

Heimildarmyndina This Is Paris er hægt að nálgast á YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant