Clarke og Smith nýtt ofurpar?

Emilia Clarke og Matt Smith hittust um síðustu helgi.
Emilia Clarke og Matt Smith hittust um síðustu helgi. Samsett mynd

Game of Thrones-leikkonan Emilia Clarke og The Crown-leikarinn Matt Smith eru sögð eiga í ástarsambandi. Parið sást úti að borða saman á föstudagskvöldið og virtust njóta þess að vera saman. 

Parið sást saman í Lundúnum á föstudagskvöldið. Eru þau sögð hafa borðað saman á veitingastaðnum Bob Bob Ricard sem er veitingastaður með rússnesku ívafi í Soho. Eftir máltíðina héldu þau út í haustnóttina og birti Daily Mail myndir af parinu. 

Smith sem er 37 ára lék Filippus prins í The Crown en Clarke sem er 33 ára lék drekamóðurina í hinum vinsælu Game of Thrones. Þau Smith og Clarke léku saman í Terminator: Genisys sem kom út árið 2015. 

Smith hætti með leikkonunni Lily James fyrir áramót en þau voru búin að vera saman í fimm ár. Clarke hætti nýverið með Charlie McDowell, erfðaprinsi frá Hollywood, en faðir hans er breski leik­ar­inn Malcolm McDowell og móðir hans ósk­ar­sverðlauna­leik­kon­an Mary Steen­burgen. Stjúp­faðir hans er svo Staupa­steins-leik­ar­inn Ted Dan­son. 

Emilia Clarke.
Emilia Clarke. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.