Fyrrverandi stendur með Fox í skilnaðinum

Megan Fox og Brian Austin Green.
Megan Fox og Brian Austin Green. AFP

Vanessa Marcil, fyrrverandi unnusta og barnsmóðir leikarans Brians Austins Greens, stendur með Megan Fox en Green og Fox standa nú í skilnaði. Marcil, sem hefur lengi átt í deilum við Green, segir frábært að sjá Fox lifa lífinu til hins ýtrasta. 

„Megan, loksins að lifa lífinu eins og hún kýs, er í sjálfu sér gjöf til barna hennar,“ skrifaði Marcil á Instagram að því er fram kemur á vef Daily Mail. Marcil sagðist auk þess bera virðingu fyrir því hvernig Fox hagaði lífi sínu og héldi börnum sínum utan sviðsljóssins. 

Marcil og Green áttu í harðri forræðisdeilu um son sinn sinn Kassius sem er nú 18 ára. Svo fór að Green hætti samskiptum við son sinn í fimm ár. Nú þegar sonur þeirra er fullorðinn segist hún geta verið hreinskilnari en leggur sig þó fram við að fara ekki út í smáatriði. Hún segir Green meðal annars hafa komið illa fram við sig, logið um sig og smánað sig sem útivinnandi móður. „Hann er heppinn að ég tali ekki illa um hann eftir það sem hann lét saklausa strákinn okkar ganga í gegnum.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.