Einkalífið eins og á ruslahaugunum

Kelly Clarkson stendur í skilnaði.
Kelly Clarkson stendur í skilnaði. AFP

Söngkonan Kelly Clarkson segir að það sé ekkert leyndarmál að líf hennar hafi ekki verið auðvelt að undanförnu. Clarkson sótti óvænt um skilnað í sumar og má rekja erfiðleikana til breytinga á hjúskaparstöðu hennar. 

„Ég meina, það er ekkert leyndarmál líf mitt hefur eiginlega verið eins og á ruslahaugunum,“ sagði Clarkson í viðtali á vef Today. „Síðustu mánuðir hafa verið mjög erfiðir hjá mér persónulega.“

Clarkson hefur leitað ráða hjá vinum sínum sem hafa gengið í gegnum skilnaði. 

„Ég veit ekki hvernig fólk fer í gegnum skilnaði án þess að fá einhvers konar útrás af því þetta er það versta í heimi fyrir alla sem eiga hlut að máli.“ sagði Clarkson. 

Cl­ark­son varð heims­fræg árið 2002 þegar hún vann fyrstu þáttaröðina af American Idol. Í byrjun júní sótti hún um skilnað við eiginmann sinn, umboðsmanninn Brandon Blackstock. Saman eiga þau tvö börn sem eru sex og fjögurra ára. 

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.