Óska Harry til hamingju þrátt fyrir ósætti

Harry á afmæli dag en Vilhjálmur sendi Harry kveðju yfir …
Harry á afmæli dag en Vilhjálmur sendi Harry kveðju yfir hafið. AFP

Harry Bretaprins fagnar 36 ára afmæli í dag fjarri fjölskyldu sinni en hann er fluttur til Bandaríkjanna með eiginkonu sinni Meghan hertogaynju og syni þeirra Archie. Þrátt fyrir sífelldan orðróm um ósætti við uppátæki Harrys óskar fjölskyldan honum til hamingju með afmælið á samfélagsmiðlum. 

„Óskum Harry prins hjartanlega til hamingju með afmælið í dag,“ var skrifað á samfélagsmiðla hertogahjónanna af Cambridge. Með hamingjuóskunum fylgdi mynd af þeim Vilhjálmi, Katrínu og Harry frá árinu 2017. 

Harry fékk einnig hamingjuóskir frá ömmu sinni, Elísabetu drottningu, og föður, Karli Bretaprinsi. 

Ósætti á að hafa komið upp á milli bræðranna Harrys og Vilhjálms í kringum brúðkaup Harrys og Meghan. Vil­hjálm­ur á að hafa varað Harry við að gift­ast Meg­h­an eft­ir stutt sam­band og varð Harry ósátt­ur við bróður sinn út af því. Sömuleiðis eru sögusagnir þess efnis að ekki séu allir par sáttir við nýjan samning Harrys og Meghan við Netflix um framleiðslu á sjónvarpsefni. 
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.