Pitt og Aniston sameinuð í netheimum

Jennifer Aniston og Brad Pitt í auglýsingunni fyrir samlesturinn.
Jennifer Aniston og Brad Pitt í auglýsingunni fyrir samlesturinn. Skjáskot

Hjónin fyrrverandi Brad Pitt og Jennifer Aniston sameinuðust á ný í netheimum í vikunni. Tilefnið var auglýsing fyrir samlestur á nýrri kvikmynd sem þau munu leika saman í, Fast Times at Ridgemont High. 

Tökum á kvikmyndinni hefur verið frestað í nokkrar vikur vegna kórónuveirunnar en leikarar myndarinnar munu koma saman í samlestri fyrir hana til að safna fyrir samtökunum CORE og Reform Alliance hinn 17. september. 

Fast Times at Ridgemont High er stjörnum prýdd kvikmynd en á samlestrinum verða einnig Dane Cook, Morgan Freeman, Henry Golding, Shia LaBeouf, Matthew McConaughey, Jimmy Kimmel, Jilua Roberts, John Legend og Ray Liotta. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.