Pitt og Aniston sameinuð í netheimum

Jennifer Aniston og Brad Pitt í auglýsingunni fyrir samlesturinn.
Jennifer Aniston og Brad Pitt í auglýsingunni fyrir samlesturinn. Skjáskot

Hjónin fyrrverandi Brad Pitt og Jennifer Aniston sameinuðust á ný í netheimum í vikunni. Tilefnið var auglýsing fyrir samlestur á nýrri kvikmynd sem þau munu leika saman í, Fast Times at Ridgemont High. 

Tökum á kvikmyndinni hefur verið frestað í nokkrar vikur vegna kórónuveirunnar en leikarar myndarinnar munu koma saman í samlestri fyrir hana til að safna fyrir samtökunum CORE og Reform Alliance hinn 17. september. 

Fast Times at Ridgemont High er stjörnum prýdd kvikmynd en á samlestrinum verða einnig Dane Cook, Morgan Freeman, Henry Golding, Shia LaBeouf, Matthew McConaughey, Jimmy Kimmel, Jilua Roberts, John Legend og Ray Liotta. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.