Setti staðsetningarbúnað á bíl fyrrverandi

Cassie Randolph hefur fengið nálgunarbann tímabundið staðfest gegn Colton Underwood.
Cassie Randolph hefur fengið nálgunarbann tímabundið staðfest gegn Colton Underwood. Skjáskot/Instagram

Bachelor-stjarnan Cassie Randolph hefur fengið nálgunarbann tímabundið staðfest gegn fyrrverandi kærasta sínum Colton Underwood. Meðal þess sem tekið var tillit til var að Underwood hafði komið fyrir staðsetningarbúnaði á bíl Randolph og gat því fylgst með ferðum hennar án hennar vitundar.

Underwood má ekki koma í innan við 90 metra fjarlægð frá henni, má ekki hafa samband við hana í gegnum síma eða senda henni skilaboð. Nálgunarbannið gildir til 6. október þegar mál þeirra verður tekið fyrir hjá dómara.

Randolph segir að Underwood hafi áreitt sig og elt sig síðan í apríl síðastliðnum þegar þau hættu saman. „Hann sendi henni óþægileg skilaboð, hringdi ítrekað í hana og kom staðsetningartæki fyrir á bíl hennar.“

Samkvæmt gögnum í málinu hefur Underwood sést oft fyrir framan heimili foreldra Randolph í Huntington Beach í Kaliforníu. Eitt kvöldið sá bróðir Randolph hann fyrir utan herbergisglugga hennar klukkan tvö um nóttina.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.