Stríðsástand í Spears-fjölskyldunni

Sagt er að stríðsástand ríki í Spears fjölskyldunni.
Sagt er að stríðsástand ríki í Spears fjölskyldunni. AFP

Dramað í kring um lögráðamannsmál Britney Spears hefur tekið sinn toll af fjölskyldunni og ríkir stríðsástand hjá henni. 

„Fjölskyldumeðlimir Britney eru í stríði hver við annan og það er allt tengt lögráðamannsmáli Britney,“ sagði heimildarmaður Us Weekly um málið. 

Heimildarmaðurinn segir að Britney hafi núna mikla skoðun á því hver er lögráðamaður hennar ólíkt síðustu ár. Faðir Britney, Jamie Spears, hefur verið lögráðamaður hennar síðan 2008. Hann steig til hliðar vegna veikinda sinna í fyrra og þá tók við umboðsmaður hennar Jodi Montgomery. 

Samkvæmt heimildarmanninum spurði Britney aldrei neins um málið og fór aldrei með þeim til dómara. Í ár hefur hún tekið virkan þátt í umræðunni um hver eigi að vera lögráðamaður hennar. 

Jamie vill taka aftur við sem lögráðamaður dóttur sinnar og er hans skoðun að hún þurfi á eftirliti að halda. Britney sjálf vill að umboðsmaður hennar stjórni hennar persónulega lífi og fjármálastofnun sjái um peningana hennar og eignir. 

Móðir Britney, Lynne Spears, er á öðru máli en fyrrverandi eiginmaður hennar. „Lynne vill að allir hlutaðeigendur komi sér saman um plan sem myndi hjálpa Britney að verða aftur sjálfstæð.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.