Algjör draumur að vinna með CBS

Ragnar Jónasson.
Ragnar Jónasson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjónvarpsframleiðandinn CBC hyggst í samvinnu við útgáfufélagið Stampede Ventures International taka upp átta þátta glæpaseríu sem byggir á bókinni Dimmu eftir Ragnar Jónasson.

Ragnar sagðist í samtali við K100 hafa selt kvikmyndaréttinn að bókinni til Stampede Ventures og ætluðu þeir að skoða hvort hægt væri að gera þætti eftir henni. Núna hafa þeir tilkynnt um samstarf við CBS um framleiðslu efnis og fyrsta þáttaröðin á dagskrá verður byggð á Dimmu, eða The Darkness eins og hún kallast á engissaxnesku. Erlendur handritshöfundur hefur þegar verið ráðinn til leiks.

Gerist að mestu í Reykjavík

„Ég er bara ennþá að átta mig á þessu. Þetta er frekar óraunverulegt að sjá þetta í tilkynningu frá CBS,“ sagði Ragnar, spurður út í tíðindin en greint var frá þeim á Deadline.

Bókin gerist að mestu í Reykjavík og er aðalpersóna hennar Hulda Hermannsdóttir rannsóknarlögregla. Upptökur á þáttunum fara fram í Reykjavík og verður íslenska framleiðslufyrirtækið True North hluti af verkefninu. 

„Ég er ótrúlega ánægður með þetta og það er ótrúlegur heiður að þeir skuli velja þessa bók,“ sagði Ragnar og bætti við að væri algjör draumur að vinna með bandarískum risa á borð við CBS.

Aðspurður sagðist hann tvívegis hafa selt kvikmyndaréttinn að bókum sínum sem gerast á Siglufirði en ekkert hafi komið út úr því. „En kannski er tíðinda að vænta þar á næstu dögum eða vikum,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson