Bill Gates minnist látins föður síns

Bill Gates, stofnandi Microsoft, minnist látins föður síns í fallegri …
Bill Gates, stofnandi Microsoft, minnist látins föður síns í fallegri færslu. AFP

Lögfræðingurinn William H. Gates eldri er látinn 94 ára að aldri. Sonur hans, Bill Gates, minntist föður síns í hugljúfri færslu á bloggi sínu í gær, þriðjudag. 

„Faðir minn lést friðsamlega í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu í gær. Við munum sakna hans meira en orð fá lýst núna. Við finnum fyrir mikilli sorg en einnig þakklæti. Andlát föður míns var ekki óvænt, hann var 94 ára gamall og hafði hrakað mikið, þannig við höfðum öll tíma til að líta til baka og átta okkur á því hversu heppin við vorum að hafa þennan magnaða mann í lífi okkar,“ skrifar Gates um föður sinn. 

Hann segir að faðir hans hafi haft mikil áhrif líf hans. „Eftir því sem ég varð eldri kunni ég enn betur að meta þau áhrif sem faðir minn hafði á næstum því allt sem ég hef gert. Á árdögum Microsoft leitaði ég til hans á lykilstundum með lögfræðiálit,“ skrifar Gates. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.