Fjölskyldan fékk kórónuveiruna

David Burtka og Neil Patrick Harris smituðust af kórónuveirunni í …
David Burtka og Neil Patrick Harris smituðust af kórónuveirunni í vor. EPA

How I Met Your Mother-leikarinn Neil Patrick Harris smitaðist af kórónuveirunni í mars. Harris greindi frá veikindunum í viðtali í bandaríska sjónvarpsþættinum Today á þriðjudaginn. Fjölskyldunni líður betur núna. 

Harris, eiginmaður hans David Burtka og níu ára gamlir tvíburar þeirra veiktust.

„Okkur líður mjög vel,“ sagði Harris í viðtalinu. „Þetta gerðist snemma, í mars eða byrjun apríl. Við gerðum okkar besta fyrir það, ég hélt að ég hefði fengið flensu og vildi ekki vera of hræddur. En svo missti ég bragð- og lyktarskyn sem var sterk vísbending svo við héldum okkur út af fyrir okkur.“

Leikarinn sagði að lífsreynslan hefði ekki verið skemmtileg en fjölskyldan komst þó í gegnum veikindin og er nú með mótefni fyrir veirunni.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.