Sambandið á þunnum ís eftir flutninga

Samband Gwen Stefani og Blake Shelton er sagt vera á …
Samband Gwen Stefani og Blake Shelton er sagt vera á þunnum ís. Emma McIntyre

Samband stjörnuparsins Gwen Stefani og Blakes Sheltons er sagt vera á þunnum ís eftir að þau fluttu af búgarðinum í Oklahoma til Encino í Los Angeles. 

„Þeim líður eins og þau séu að kafna og þau eru stressuð. Þau eru bæði komin að þolmörkunum,“ sagði heimildarmaður Us Weekly um málið. Rót vandans liggur í öllu því sem fylgir flutningunum. 

Í maí síðastliðnum keyptu þau flennistórt hús í Encino-hverfi í útjaðri Los Angeles og hafa flutningarnir tekið mikið á. „Vinir þeirra segja að flutningarnir hafi breyst í martröð. Þetta er án efa eitt erfiðasta tímabilið sem þau hafa gengið í gegnum saman,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Það er þó enn von fyrir Stefani og Shelton sem höfðu ráðgert að ganga í það heilaga í Los Angeles í haust. „Þau kunna að miðla málum og hafa komist í gegnum erfið tímabil með því að horfa á heildarmyndina,“ sagði heimildarmaðurinn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.