Höfundur Forrest Gump látinn

Winston Groom er látinn.
Winston Groom er látinn. Ljósmynd/Wikipedia.org

Rithöfundurinn Winston Groom er látinn 77 ára að aldri. Groom var hvað þekktastur fyrir bók sína Forrest Gump sem gerð var að kvikmynd árið 1994. 

Ríkisstjóri Alabama, Kay Ivery, greindi frá andláti rithöfundarins. „Það hryggir mig að tilkynna að Alabama hefur misst einn af sínum hæfileikaríkustu rithöfundum. Hans verður minnst fyrir að skapa Forrest Gump en hann var líka hæfileikaríkur blaðamaður og einn af bestu rithöfundum bandarískrar sögu. Við sendum hlýjar kveðjur til fjölskyldu hans.“ 

Kvikmyndin Forrest Gump með Tom Hanks í hlutverki Gumps naut mikillar hylli á sínum tíma og hlaut sex Óskarsverðlaun. 

The Guardian

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum ertu svo þrjósk/ur að það gengur út í öfgar. Þú ættir að gera eitthvað í því, það nennir enginn að standa í stappi við þig til lengri tíma.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum ertu svo þrjósk/ur að það gengur út í öfgar. Þú ættir að gera eitthvað í því, það nennir enginn að standa í stappi við þig til lengri tíma.