NYT fjallar um verk Ragnars Kjartanssonar

Fjallað er um Ragnar Kjartansson í New York Times í …
Fjallað er um Ragnar Kjartansson í New York Times í dag. Ljósmynd/Kristín Bogadóttir fyrir New York Times

Á vef New York Times í dag er fjallað í ítarlegu viðtali við Ragnar Kjartansson um verk hans sem flutt verður í Mílanó á Ítalíu í næsta mánuðinn. Verkeið sem um ræðir The Sky in a Room og byggir á ítölsku lagi sem var vinsælt rétt eftir síðari heimstyrjöldina á Ítalíu. 

Verkið verður flutt í sex tíma á dag á hverjum degi í heilan mánuð. Lagið Il Cielo in Una Staza er ástarlag sem fjallar um mann sem er svo hrærður af ást að í gegnum veggina umhverfis hann sér hann glitra í heiminn á bakvið. „Þetta fjallar um það sem getur gerst þegar maður er í einangrun,“ segir Ragnar í viðtalinu og bætir við að það tali vel inn í heimsfaraldurinn. „Þetta er lag fólksins sem er eldra, í dag, sem hefur dáið eitt og einmana, lokað inni á herbergjum sínum,“ segir Ragnar. 

The Sky in a Room setti Ragnar fyrst upp á sadni í Cardiff árið 2018. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.