Hefur ekki verið með manni í 5 ár

Charlize Theron er ánægð ein.
Charlize Theron er ánægð ein. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er ánægð með líf sitt eins og það er. Hún hefur ekki verið í sambandi með manni í fimm ár og sagði í spjallþætti leikkonunnar Drew Barrymore að næsti elskhugi hennar þyrfti að búa yfir nokkrum mjög góðum kostum. 

„Ég hef farið á nokkur stefnumót en ég hef ekki verið að hitta neinn í meira en fimm ár,“ sagði leikkonan sem er 45 ára og á tvö ættleidd börn. 

Theron er opin fyrir því að verða ástfangin en hún segir líf sitt hreinlega svo gott að ef hún ætti að byrja með einhverjum þyrfti sá hinn sami að jafna það eða bæta. 

„Ég get í alvöru sagt og lagt líf mitt að veði að ég er ekki einmana,“ sagði Theron sem er þakklát fyrir fjölskylduna sem hún á. 

Síðasti kærasti Theron var leikarinn Sean Penn. Penn og Theron byrjuðu saman árið 2013 og trúlofuðu sig ári seinna. Theron hætti með leikaranum sumarið 2015. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.