Gat ekki lifað áfram við byssuógn

Cat Deeley.
Cat Deeley.

Breska sjónvarpskonan Cat Deeley viðurkennir í samtali við tímaritið You að hún hafi flutt ásamt fjölskyldu sinni aftur frá Bandaríkjunum til Bretlands af ótta við tíðar skotárásir á almenna borgara vestra.

Deeley flutti vestur þegar hún var ráðin kynnir dansþáttarins vinsæla So You Think You Can Dance? árið 2006 en margt breyttist þegar eiginmaður hennar og ungur sonur urðu ekki alls fyrir löngu að forða sér út um brunaútgang verslunarmiðstöðvar eftir að maður hafði hleypti þar af byssu.

Deeley á annan ungan son og gat ekki hugsað sér að búa við slíka ógn. Fjölskyldan býr nú í Lundúnum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.