Friends-konur trylltu netverja

Lisa Kudrow, Jennifer Aniston og Courteney Cox komu saman á …
Lisa Kudrow, Jennifer Aniston og Courteney Cox komu saman á Emmy-verðlaunahátíðinni. Skjáskot/YouTube

Leikkonurnar Jennifer Aniston, Courteney Cox og Lisa Kudrow komu fram saman á skjánum á Emmy-verðlaunahátíðinni í nótt. Hátíðin fór fram með óhefðbundnu sniði og mættu flestir gestir hennar aðeins rafrænt á hana.

Aniston mætti á skjáinn til að spjalla við kynni þáttarins, Jimmy Kimmel, og á meðan þau spjölluðu kom Cox inn á skjáinn. „Ó, er Courteney þarna?“ spurði Kimmel eftir að hafa séð glitta í hana á skjánum.

„Að sjálfsögðu er ég hérna, við búum saman!“ sagði Cox. „Já, við erum búnar að búa saman síðan 1994 Jimmy, halló?“ bætti Aniston við og vísaði þar til þáttanna Friends sem Aniston, Cox og Kudrow léku allar í. Í þáttunum bjuggu persónur þeirra saman. 

Netheimar trylltust svo gjörsamlega þegar Kudrow kom inn á skjáinn. „Lisa Kudrow, býrð þú þarna líka?“ spurði Kimmel gáttaður. „Uuu já? Hvar annars staðar ætti ég að búa?“ spurði Kudrow hann til baka.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.