Hræðist kynþáttafordóma þrátt fyrir frægðina

Kerry Washington kann að vera þekkt nafn en hún er …
Kerry Washington kann að vera þekkt nafn en hún er samt sem áður hrædd við kynþáttafordóma úti á götum í Bandaríkjunum. AFP

Leikkonan Kerry Washington segir að hún þori ekki að fara út á hlaupahjóli á kvöldin með börnum sínum þrátt fyrir að hún sé orðin fræg Hollywood-stjarna. Þó hún sé orðin þekkt nafn þýðir ekki endilega að allir lögreglumenn í Bandaríkjunum þekki andlit hennar.

„Það er klikkað þegar einhver segir eitthvað eins og „Hvernig dirfist þú kerry Washington, að láta í þér heyra. Þú ert svo mikill Hollywood-forréttindapési“. Það skiptir ekki máli hvað ég geri, hversu margar Emmy-tilnefningar ég fæ, ég er samt hrædd við að fara út á hlaupahjól með börnin mín í ákveðnum hverfum þar sem einhver gæti hringt í lögregluna. Því að sá lögreglumaður hefur kannski ekki séð Scandal. Ég er enn mjög hrædd við þessa raunverulegu ógn,“ sagði Washington í hlaðvarpsþáttunum Jemele Hill is Unbothered. 

Washington er dökk á hörund og hefur náð langt í Hollywood. Hún fór með aðalhlutverk í þáttunum Scandal sem framleiðslufyrirtæki Shonda Rhimes framleiddi. Hún fór einnig með aðalhlutverk í þáttunum Little Fires Everywhere sem sýndir voru á Hulu fyrr á þessu ári. 

Washington hefur látið til sín taka í umræðunni um kynþáttafordóma í Bandaríkjunum á síðustu misserum og er talsmaður þess að fólk fái að tjá sig óháð starfsvettvangi sínum. 

„Þegar ég tala um þetta land tala ég sem móðir, sem kona og svört manneskja. Ég tala sem barn sem ólst umm í Bronx, hinu megin við götuna þar sem allt var að gerast. Ég tala ekki sem forréttindapési í Hollywood. Ég tala sem móðir svartra barna, einhver sem þurfti að taka námslán. Ég tala sem manneskja sem er annt um samfélagið sitt og samfélagið sem fjölskylda hennar býr í,“ sagði Washington. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.