Barrymore opnar sig um einangrunarvistina

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. AFP

Leikkonan Drew Barrymore og hótelerfinginn Paris Hilton báru saman bækur sínar af einangrunarvist í nýjasta þætti af spjallþáttum Barrymore. Hilton gaf nýlega út heimildarmynd um sjálfa sig þar sem hún greindi í fyrsta skipti frá því að hún hafi verið sett í einangrunarvist. 

Í viðtalinu opnaði Barrymore sig um reynslu sína af því að vera sett í einangrunarvist gegn vilja sínum. Barrymore, líkt og Hilton, var unglingur þegar hún var skipuð í vistina. Hún var í mikilli áfengis- og vímuefnaneyslu og móðir hennar hafði gefist upp á henni. Hún var því send á meðferðarheimili.

„Ég verð að segja þér að fólkið á staðnum sem ég fór á var gott. Ég var samt ekki hrifin af því að láta henda mér í einangrun. Ég myndi segja að ég hafi verið mjög uppreisnargjörn. Ég gerði uppreisn þarna oft. Það var fullt af öðrum krökkum eins og ég, og mamma vissi bara ekki hvað hún átti að gera við mig. Ég neytti eiturlyfja. Ég var í stjórnleysi. Hún gafst bara upp og henti mér þangað, vissi ekki hvað annað hún átti að gera. Og þessi staður hjálpaði mér raunverulega og bjargaði lífi mínu, ég myndi í raun og veru ekki breyta neinu,“ sagði Barrymore. 

Upplifun Hilton af einangrun var ólík en foreldrar hennar sendu hana í heimavistarskóla sem var í raun og veru meðferðarstofnun fyrir unglinga. Þar voru henni gefin lyf sem hún vissi ekki hvað gerðu og hún var vistuð klæðalaus í einangrun svo klukkutímum skipti. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Talaðu út um hlutina, þannig að enginn þurfi að efst um tilgang þinn. Leitaðu að stærri og betri tækifærum - þau eru ekki of langt undan, ef þú bara opnar augun.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Talaðu út um hlutina, þannig að enginn þurfi að efst um tilgang þinn. Leitaðu að stærri og betri tækifærum - þau eru ekki of langt undan, ef þú bara opnar augun.