Jackie Stallone er látin

Sylvester Stallone ásamt móður sinni, Jackie Stallone.
Sylvester Stallone ásamt móður sinni, Jackie Stallone. Skjáskot/Instagram

Stjörnuspekingurinn Jackie Stallone, móðir Hollywoodleikarans Sylvester Stallone, er látin 98 ára að aldri. 

Stallone lést í svefni líkt og hún hafði óskað sér að sögn yngsta sonar hennar, Franks. Frank Stallone minntist móður sinnar í færslu á Instagram í gærkvöldi. „Það var erfitt að líka illa við hana, hún var mjög einstök manneskja,“ sagði Frank um móður sína. 

Stallone var fædd 29. nóvember árið 1921. Hún stalst að heiman fimmtán ára gömul frá heimili sínu í Washington D.C. í Bandaríkjunum og gekk í sirkus. 

„Faðir minn, sem var vellauðugur lögmaður, vildi að ég færi í lögfræðina, en mig langaði að vera á sviðinu,“ sagði Stallone í viðtali við The Times árið 2005. 

Stallone giftist sínum fyrsta eiginmanni, Frank Stallone eldri, hárgreiðslumanni og leikara í hjáverkum, árið 1945. Þau voru gift í 12 ár og áttu saman leikarann Sylvester og tónlistarmanninn Frank. 

Hún eignaðist eina dóttur, Toni D'Alto, með öðrum eiginmanni sínum, Anthony Filiti. Hún lést úr lungnakrabbameini árið 2012, þá 48 ára gömul. 

Stallone kom víða við á ferli sínum en hún opnaði meðal annars líkamsrækt fyrir konur á 6. áratugnum og hélt úti líkamsræktarþáttum. Hún varð ekki þekkt nafn fyrr en á 10. áratug síðustu aldar þegar hún gaf út bók um stjörnuspeki. Hún varð gríðarlega vinsæll stjörnuspekingur og spákona í kjölfarið. 

Hún giftist þriðja eiginmanni sínum, Stepgen Devine, árið 1998 en þau bjuggu ekki saman meirihluta hjónabands síns. 

BBC

View this post on Instagram

This morning my brothers and I lost our mother Jackie Stallone . She was the mother to four children, Tommy, Sylvester, Frankie and my late sister Toni Ann. She was a remarkable woman working out everyday full of spunk and fearless . She died in her sleep as she had wished. It was hard not to like her, she was very eccentric and flamboyant person. She was born on November 29 th 1921 in Washington DC ,she lived through prohibition , the depression and World War II . I would talk to her for hours about the 20's 30's and 40's. It was a history lesson. Her mind was as sharp as a razor till the day she died. She never wore a mask a true revolutionary gal . I guess I'm drowning my emotions in tears and to much vino. But when you've known someone for 70 yrs it tough and sad. She had seven grandchildren and 3 great grandchildren . My brother Sylvester took care of her like a Queen for all of her life. I will never be able to call my mom again or have her yell at me why I never got married . But we all loved her and her sprit to survive and prevail . I'll miss you always mommy. @officialslystallone

A post shared by Frank Stallone (@frank.stallone) on Sep 21, 2020 at 9:22pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler