Gifti Stone sig í leyni?

Emma Stone og unnusti hennar Dav­id McCary sáust með eins …
Emma Stone og unnusti hennar Dav­id McCary sáust með eins hringi. AFP

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Emma Stone trúlofaðist Sat­ur­day Nig­ht Live-leik­stjór­an­um Dav­id McCary í desember. Turtildúfurnar sáust nýlega með eins hringi og teja sumir að þau séu búin að láta pússa sig saman. 

Stone sem er 31 árs og McCary sem er 35 ára sáust saman í Los Angeles fyrr í september með eins gullhringi að því fram kemur á vef E!. Hvort sem þau eru búin að halda stóra veislu eða ekki gætu hringarnir táknað að þau eru búin að láta gifta sig á pappírum. 

Stone er þekkt fyrir að halda einkalífinu fjarri kastljósi fjölmiðla en í mars fréttist að brúðkaupi Stone og McCary hefði verið frestað vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilboðin berast til þín úr öllum áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverjum ekki. Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilboðin berast til þín úr öllum áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverjum ekki. Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér.