Tilbúin með skilnaðarplan

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Kim Kardashian liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref í hjónabandi hennar og tónlistarmannsins Kanye West. Síðustu vikur hafa verið erfiðar vegna veikinda West og erfitt er að þagga niður í orðrómi um mögulegan skilnað. 

„Kim er að íhuga möguleika sína hvað varðar framtíð hennar með Kanye,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. „Hún er mjög stressuð á milli þess sem hún sinnir laganámi, barnauppeldi og hjálpar Kanye.“

Raunveruleikaþáttastjarnan er sögð vona að þetta gangi yfir en West heldur áfram að eiga sína góðu og slæmu daga. Hún er búin að búa sig undir það versta og sögð tilbúin með skilnaðarplan ef til skilnaðar kemur. 

Hjónin eiga fjögur börn saman á aldrinum sjö til eins árs. Það fór virkilega að halla undan fæti hjá þeim þegar West sem glímir við geðhvörf tilkynnti um forsetaframboð í júlí. Í kjölfarið kom hann með mjög persónulegar yfirlýsingar á bæði framboðsfundi og á Twitter. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.