Fjölskyldan ánægð með sambandsslitin

Sofia Richie er hætt með Scott Disick.
Sofia Richie er hætt með Scott Disick. AFP

Fyrirsætan Sofia Richie og raunveruleikastjarnan Scott Disick hættu saman í sumar og er fjölskylda Richie sögð ánægð með sambandssslitin. Richie er einungis 22 ára en Disick er 37 ára og á þrjú börn með Kourtney Kardashian. 

Richie er dóttir tónlistarmannsins Lionel Richie og systir Nicole Richie. Fjölskyldan telur að það sé gott fyrir fyrirsætuna ungu að hún sé hætt með ólátabelgnum. 

„Þau hafa ráðlagt henni að leggja áhersu að gera eitthvað fyrir sig sérstaklega í útgöngubanninu,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. Aðstandendur Richie eru sögð hvetja Richie til að leyfa Disick einbeita sér að börnum sínum. „Hún hefur verið að taka sig út úr jöfnunni og það hefur verið gott fyrir hana og fjölskyldu hennar.“

Disick og Richie hættu saman í annað sinn í sumar. Parið sem byrjaði fyrst saman árið 2017 hætti fyrst saman í maí. 

„Scott og Sofia náðu vel saman en söknuðurinn skiptir ekki máli núna,“ sagði heimildarmaðurinn. „Þau sakna hvors annars en þegar allt kemur til alls er Sofia fjölskyldustelpa og vitandi það að systir hennar og pabbi samþykktu hann aldrei skiptir hana miklu máli.“

Scott Disick og Kourtney Kardashian.
Scott Disick og Kourtney Kardashian. skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilboðin berast til þín úr öllum áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverjum ekki. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilboðin berast til þín úr öllum áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverjum ekki. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.