Íhugar að vera einhleyp til frambúðar

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. mbl.is/AFP

Drew Barrymore segist vel geta hugsað sér að einhleyp til frambúðar. Þetta kemur fram í spjalli sem hún átti við Jane Fonda í þætti sínum The Drew Barrymore Show.

Barrymore sem er 45 ára skildi við eiginmann sinn Will Kopelman fyrir fjórum árum og hefur síðan þá verið einhleyp. Jane Fonda sem einnig hefur verið einhleyp lengi hvatti hana þó til þess að gefast ekki upp. 

„Þú ert svo ung. Þú ert of ung til þess að vera að hætta nokkru. Þú verður að vera opin. Ég er hins vegar gömul. Það er því mjög auðvelt fyrir mig að hætta að afklæðast í kertaljósi,“ sagði Fonda en hún er 82 ára.

„Ég er ekki alveg búin að loka en ég hef þó verið að íhuga það síðustu árin. Ég er ekki viss hvort ég geti hleypt einhverjum inn. Það bara passar ekki,“ sagði Barrymore.

Barrymore hefur áður tjáð sig um skilnað sinn sem tók mikið á hana.

„Þegar maður hættir með einhverjum þá er það bara lífsins gangur. En þegar maður skilur þá líður manni eins og maður sé misheppnaður og að þetta sé það misheppnaðasta í heiminum. Það fylgir því ákveðin skömm og er mjög erfið lífsreynsla.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.