Pétur Jóhann með kórónuveiruna

Pétur Jóhann Sigfússon.
Pétur Jóhann Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af kórónuveirunni og segir hann að veikindin séu „viðbjóður.“

Þetta kom fram í útvarpsþættinum FM95BLÖ á útvarpsrás FM957 í dag en Vísir greinir frá. Þá ræddu þáttastjórnendur við Pétur símleiðis og sagðist hann finna fyrir hita og verkjum um allan líkamann. Hann hefði misst að bragð- og lyktarskyn og það væri þungt að anda og hósta.

Vika er síðan Pétur greindist og sagðist hann annars bara „brattur“ þrátt fyrir allt saman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.