Seldist upp á 48 tímum

Chanel Björk Sturludóttir í FO bol UN Women.
Chanel Björk Sturludóttir í FO bol UN Women. Ljósmynd/Aðsend

UN Women á Íslandi söfnuðu tólf milljónum með sölu á bolum undir yfirskriftinni Fokk ofbeldi eða FO. Bolirnir fór í sölu þann þriðja september og seldust upp á rúmum tveimur sólahringum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi er að vonum ánægð með viðtökurnar sem átakið fékk. 

„Við hjá UN Women þökkum öllum þeim sem nældu sér í FO bolinn innilega fyrir stuðninginn auk Vodafone, sem kostaði framleiðslu á bolnum og gerðu okkur hjá UN Women á Íslandi kleift að hleypa þessu mikilvæga verkefni af stokkunum. Stuðningur Vodafone er okkar starfi ómetanlegur,“ segir Stella.

Upphæðin rennur til verkefna UN Women í Líbanon. Sett verður á stofn neyðarlína fyrir þolendur kynbundins ofbeldis í Líbanon. Einnig verður konum sem standa frammi fyrir margþættri mismunun líkt og eldri konur, konur með fatlanir og konur sem mismunað er vegna kynhneigðar sinnar útvegað öruggt athvarf. Þar fá þær sálræna aðstoð og viðeigandi þjónustu til að koma undir sig fótunum á ný.

Konur og stúlkur í Líbanon eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar 4. ágúst síðastliðinn, kórónuveirufaraldurinn og djúpstæð efnahagskreppa undanfarinna ára veikja stöðu kvenna og stúlkna enn frekar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.