Tvíburar frá Tröllaskaga sigruðu

Tryggvi og Júlíus heilluðu áhorfendur heima í stofu.
Tryggvi og Júlíus heilluðu áhorfendur heima í stofu. Skjáskot/RÚV

Tryggvi Þorvaldsson, Hörður Ingi Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson og Mikael Sigurðsson, fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga í söngkeppni framhaldsskólanna, sigruðu söngkeppnina í sem fram fór í kvöld. Þeir Tryggvi og Júlíus eru tvíburar. 

Í öðru sæti varð Dagmar Lilja Óskarsdóttir. Hún keppti fyrir hönd Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu með lagið „The Way We Were“.

Sigríður Halla Eiríksdóttir, fulltrúi Menntaskólans í Reykjavík, hafnaði í þriðja sæti. Hún flutti lagið „When the party's over“ sem söngkonan Billie Eilish gerði frægt. Með henni á sviðinu voru Högni Gunnar Högnason og Hulda Kristín Hauksdóttir sem léku undir á selló.

„Keppnin fór fram án áhorfenda í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum Exton í Kópavogi. Til stóð að keppnin færi fram á Akureyri en vonir standa til þess að hún verði þar að ári. Sigurvegararnir fá allir heimboð í Eurovision bæinn Húsavík í boði Húsavík Cape Hotel og Geosea sjóbaðanna“, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson