Haga sér eins og hjón

Khloé Kardashian og Tristan Thompson styrkja sambandið.
Khloé Kardashian og Tristan Thompson styrkja sambandið.

Allt virðist ganga vel hjá þeim Khloé Kardashian og Tristan Thompson. Þau hafa varið miklum tíma saman í kjölfar kórónuveiru-faraldursins og Thompson er sagður standa sig vel í föðurhlutverkinu en hann og Kardashian eiga saman dótturina True sem er tveggja ára.

„Hann dekrar við True og vill gefa henni hina allra bestu æsku,“ segir heimildamaður nærri parinu. „Hann og Khloé hafa hagað sér líkt og þau séu hjón. Þeim líður vel saman og Tristan er frábær pabbi. Khloé er bjartsýn um framtíð þeirra saman. Það er alltaf áhyggjuefni hvort Tristan snúi aftur til fyrra lífs þar sem hann hélt iðulega framhjá Khloé.“ 

Khloé er ekki sögð hafa miklar áhyggjur af því hvort Thompson haldi aftur framhjá henni. Þau hafi lagt sig fram um að bæta sig og styrkja samband sitt. Þau standi vel gagnvart hvort öðru og vilja halda áfram með líf sitt saman án þess að dvelja í fortíðinni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.