Keypti klámblöð og fróaði sér í lestum

Will Young átti á tímabili erfitt með samkynhneigð sína.
Will Young átti á tímabili erfitt með samkynhneigð sína. mbl.is

Breski söngvarinn Will Young segist hafa á tímabili keypt sér klámblöð og fróað sér inni á klósettum lesta. Þetta kemur fram í nýútkominni sjálfsævisögu hans To Be A Gay Man

Young segir hafa upplifað mikla togstreitu og skömm fyrir að vera samkynhneigður og að skömmin hafi meðal annars brotist út á þennan hátt.

„Þarna var ég að reyna á mörkin eins mikið og ég gat. Ég tók eftir því að á blaðasölubás á lestarstöðinni var hægt að kaupa klámtímarit yfir samkynhneigða karla. Mér þótti það skrítið þar sem ég hafði aldrei séð þessi blöð til sölu þar áður. Það tók mig nokkrar vikur að safna kjarki, en dag einn fór ég og keypti þrjú tímarit.

Þegar ég kom að búðarkassanum þá var kvíðatilfinningin yfirþyrmandi. Ég hélt að eitthvað hræðilegt myndi gerast, að afgreiðslumaðurinn myndi dæma mig og segja eitthvað og allir myndu stara á mig. Jafnvel eftir að hafa keypt blöðin var ég viss um að allir vissu hvað ég væri að gera. Þetta var blanda af ótta og skömm. Þegar ég fór um borð í lestina fór ég á klósettið og fletti í gegnum blöðin. Svo tróð ég þeim í ruslafötuna.

Þetta varð að rútínu hjá mér. Í hvert sinn sem ég yfirgaf London til þess að fara heim, keypti ég eitt til tvö tímarit, las þau um borð í lestinni, fróaði mér og henti þeim svo áður en ég yfirgaf lestina. Ég var þarna smátt og smátt að læra inn á kynhneigð mína,“ segir Young í ævisögu sinni.

Young er 41 árs og varð frægur fyrir að hafa unnið hæfileikakeppnina Pop Idol árið 2002 og átti í kjölfarið smellinn Leave Right Now. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant