Skunk Anansie færir tónleika sína fram í júní

Skunk Anansie kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll í júní …
Skunk Anansie kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll í júní 2021.

Breska rokksveitin Skunk Anansie hefur fært tónleika sína fram í júní á næsta ári. Hljómsveitin hugðist heimsækja Ísland í október og halda tónleika í Laugardalshöll á 25 ára afmælisári sínu, en liðsmenn Skunk Anansie hafa beðið eftir rétta tækifærinu til að heimsækja Ísland aftur.

Í ljósi samkomutakmarkana og mikillar óvissu næstu mánuði vegna COVID-19 hefur sú ákvörðun verið tekin að færa tónleikana til laugardagsins 5. júní.

Sveit­in var stofnuð árið 1994 og naut mik­illa vin­sælda á tí­unda ára­tugn­um og lék meðal ann­ars fyr­ir troðfullri Laug­ar­dals­höll 5. sept­em­ber 1997.

Skunk An­ansie var starf­andi til árs­ins 2001, er hljóm­sveit­in tók sér hlé frá sam­starfi allt þar til árið 2009.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilboðin berast til þín úr öllum áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverjum ekki. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilboðin berast til þín úr öllum áttum svo þú ert í mestu vandræðum með að ákveða hverjum þú átt að taka og hverjum ekki. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.