Valdeflandi að fá að vera dómari

Selma Rut Þorsteinsdóttir.
Selma Rut Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Selma Rut Þorsteinsdóttir hugmynda- og hönnunarstjóri á auglýsingastofunni Pipar\TBWA er í dómnefnd alþjóðlegu verðlaunanna Gerety Awards. Dómnefndin er aðeins skipuð konum. Pipar\TBWA er einnig tilnefnt til verðlaunanna en Selma má að sjálfsögðu ekki kjósa sína auglýsingastofu. 

Verðlaunin Gerety Awards eru haldin í annað skipti og ná til auglýsingageirans um heim allan. Tilnefninguna fær Pipar\TBWA í almannaheillaflokki fyrir herferðina Stöðvum feluleikinn sem stofan gerði fyrir UNICEF á Íslandi í fyrra, í samstarfi við SKOT Productions.

„Það má segja að þetta sé alþjóðlegt vandamál að það eru alltof fáar konur valdar til dómnefndarstarfa í auglýsingageiranum. Í fljótu bragði mætti halda að það væri vegna þess að við séum svo fáar. Það eru konur í þessu efra lagi ákvarðanataka á markaðnum og auglýsingastofunum. Það er mjög valdeflandi að fá að taka þátt í þessum verðlaunum sem dómari í þessum sterka hópi kvenna. Verðlaunnin hafa þá sérstöðu í heiminum að vera einu stóru verðlaunin sem einungis konur dæma.

Sterkar og hæfar konur sem eru tilbúnar til að skipta máli og hafa rödd þurfa að heyrast oftar og víðar og það er það sem þessi verðlaun snúast dálítið um. Þau standa fyrir það sem konum finnst um auglýsingar og hvað virki í þeim efnum og sé vel gert. Talað er um að um það bil 80% allra kaupákvarðana séu gerð á einn eða annan hátt af konum,“ segir Selma.

Selma segir að það sé góð viðurkenning fyrir Pipar\TBWA að fá tilnefningu í Gerety Awards. 

„Stofan hefur fengið nokkrar alþjóðlegar tilnefningar á þessu ári. Þessi nýjasta tilnefning bætist því í góðan hóp enda alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem vel er gert og sjá að hugmyndin heldur styrk sínum heimshluta á milli. Það hefur annars verið mikið um dómnefndarstörf hjá okkur á stofunni þetta haustið, en til að mynda dæmdi Ísak Winther í Creative Pool-verðlaununum um daginn þar sem verkefnið Olís-peysan fékk tilnefningu, og Björn Jónsson dæmdi í keppninni Baltic best nú á dögunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson