20 þúsund manns vilja sjá Soffíu frænku

Nú þegar hafa 20 þúsund manns keypt miða á Kardemommubæinn og uppselt er á sýninguna út árið 2020 en stykkið var frumsýnt á laugardaginn var í Þjóðleikhúsinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta. 

„Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að standa fyrir ábyrgu sýningahaldi og tekur öryggismál og sóttvarnir alvarlega. Eftir óvissu undanfarinna mánaða hefur verið tekin ákvörðun um að fjölga sýningum á Kardemommubænum og endurraða gestum í sæti með færri í hverjum sal en venja er. Er þetta gert til þess að mæta samkomutakmörkunum og tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum,“ segir í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Allir keyptir miðar eru tryggir en núverandi miðar falla úr gildi og gefnir verða út nýir miðar og sendir miðaeigendum. Nýir miðar á nýjar dagsetningar og önnur sæti verða sendir miðaeigendum í tölvupósti á næstu vikum. Það þarf enginn að óttast að miðar glatist. Gera má ráð fyrir að allir hafi fengið nýja miða með tölvupósti í síðasta lagi 15. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler