Humarsúpu vel tekið á Spáni

Úr heimildarmyndinni Humarsúpa sem fjallar um mannlífið á Bryggjunni í …
Úr heimildarmyndinni Humarsúpa sem fjallar um mannlífið á Bryggjunni í Grindavík og í bænum sjálfum.

Heimildarmyndin Humarsúpa, ein þeirra sem er á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, var heimsfrumsýnd fyrir viku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian en hún hafði verið valin til þátttöku í lokaathöfn hluta hátíðarinnar sem nefnist Zinimera. Myndin var einnig tilnefnd til Lurra-verðlaunanna sem Greenpeace-samtökin veita kvikmyndum sem stuðla að sjálfbærri þróun á jörðinni. Myndin hlaut mikla athygli á hátíðinni og var uppselt á allar sýningar á henni, fjórar talsins, áður en hátíðin hófst. Segir í tilkynningu frá framleiðanda að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum.
Leikstjórar myndarinnar, Rafa Molés og Pepe Andreu, eru spænskir og virtir heimildarmyndagerðarmenn í heimalandi sínu. Humarsúpa fjallar um mannlífið á veitingahúsinu Bryggjunni í Grindavík og í bæjarfélaginu sem þeir Molés og Andreu heilluðust af þegar þeir komu hingað til lands fyrir mörgum árum. „Við höfum aldrei upplifað annað eins með okkar myndir,“ er haft eftir þeim í tilkynningu um viðtökurnar í San Sebastian. Í lok frumsýningarinnar spunnust miklar umræður um að leikstjórunum hefði tekist að draga upp fallega og sanna mannlífsmynd af fastagestum veitingahússins og stemningunni í plássinu. Áhorfendur tengdu vel við persónurnar og fundu fyrir samkennd og æðruleysi sjóaranna og virðingu þeirra fyrir gengnum félögum, segir í tilkynningunni.
Humarsúpa verður frumsýnd á RIFF í dag, laugardag, kl. 15.30 og mun Molés verða viðstaddur sýninguna með Ólafi Rögnvaldssyni, íslenskum framleiðanda myndarinnar. Þeir munu svara spurningum að sýningu lokinni.
Humarsúpa er framleidd af SUICAfilms og REC Grabaketa Estudioa á Spáni, AXfilms á Íslandi og Studio Nominum í Litháen og gerð í samvinnu við Kvikmyndamiðstöð og RÚV ásamt sjóðum og sjónvarpsstöðvum á Spáni. Eftir sýningar á RIFF verður hún sýnd á alþjóðlegum hátíðum og næsti viðkomustaður er Norræna kvikmyndahátíðin í Lübeck, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hér má sjá stiklu fyrir myndinaÞ

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson