Van Halen látinn

David Lee Roth og Eddie Van Halen (t.h.) á tónleikum.
David Lee Roth og Eddie Van Halen (t.h.) á tónleikum. AFP

Gítarleikarinn Eddie Van Halen lést í dag eftir langa baráttu við krabbamein. Hann var 65 ára að aldri. Sonur hans Wolf tilkynnti þetta á twittersíðu sinni nú í kvöld. Van Halen er þekktastur fyrir leiftrandi gítarleik sinn með hljómsveit sinni, Van Halen, sem hann og Alex bróðir hans stofnuðu á áttunda áratugnum.  

Eddie hét fullu nafni Edward Lodewijk Van Halen, en hann fæddist í Hollandi áður en fjölskylda hans fluttist til Kaliforníu, þar sem hann og bróðir hans ólust upp. Þeir stofnuðu svo hljómsveitina Van Halen árið 1974 ásamt söngvaranum David Lee Roth og bassaleikaranum Michael Anthony.

Þannig skipuð reis frægðarsól hljómsveitarinnar hátt, eða allt þar til Roth ákvað að hefja sólóferil sinn árið 1985, og söngvarinn Sammy Hagar tók við, en sú breyting á liðskipan mæltist misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum sveitarinnar. Van Halen hélt þó áfram að gefa út vinsælar plötur og fara í stór og mikil tónleikaferðalög, sem sum hver urðu fræg að endemum fyrir svall.  

Van Halen þykir einn af betri gítarleikurum sem fram komu á 20. öldinni, en stíll hans einkenndist af björtum tón og miklum hraða, sem skaut þunga- eða glysrokki níunda áratugarins efst á vinsældalistana. Hljómsveitin hefur selt meira en 75 milljón plötur, en þekktasta lag sveitarinnar, Jump, heyrist reglulega á öldum ljósvakans. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur.