Nær óþekkjanleg í venjulegum fötum

Britney Spears birti óvenjulega en um leið venjulega mynd af …
Britney Spears birti óvenjulega en um leið venjulega mynd af sér á Instagram. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Britney Spears er vön að koma fam í glamúrgallanum eða fötum sem líkjast einna helst nærfötum á samfélagsmiðlum. Hún kom aðdáendum sínum á óvart í vikunni þegar hún birti mynd af sér í venjulegum fötum á Instagram. 

Spears segist vilja sýna fólki hvernig hún lítur út dagsdaglega. Hún segist vera óörugg og leggja þess vegna mikið upp úr því að líta vel út. Myndina kallar hún „Instagram á móti raunveruleikanum“. 

„Ég vildi sýna ykkur hvernig ég virkilega lít út venjulega,“ skrifaði Spears. „Ég get verið óörugg þegar myndir af mér eru teknar og ég ekki undirbúin. Svo ég legg alltaf mikið upp úr því að líta vel út ... En þið vitið, stundum er gott að reyna ekki of mikið og rífa niður veggina af og til! Það krefst mikils styrks.“

Spears líkist ósköp venjulegri tveggja barna móður á myndinni sem hún birti með færslunni. Hún er í köflóttri skyrtu, gallabuxum, inniskóm og með gleraugu. 

View this post on Instagram

Instagram versus Reality !!!! I wanted to show you what I really look like on a daily basis 🤓 !!!! I can get insecure when photos are taken of me that I’m not prepared for ….. so I have always put so much effort into my appearance … but you know sometimes it’s nice to not try so hard and pull down your walls every now and then !!!! It takes a lot of strength to do that !!! PS another fun fact about me …. instead of cheerleading I played ball 🏀 in school and I was the point guard … I called the shots 😜🎪 but dear God we sucked … we only won 3 games each season 😂🙊🤣 !!!!! Psss in these pics ….. I was trying to fix a light 💡 but realized I was too short 🤷‍♀️🤷‍♀️🤷‍♀️😂😂😂😂 !!!!

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on Oct 5, 2020 at 1:49pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að sitja undir harðri gagnrýni í dag. Leitaðu leiða til að stuðla að því að allir fái jafnt af kökunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að sitja undir harðri gagnrýni í dag. Leitaðu leiða til að stuðla að því að allir fái jafnt af kökunni.