Var lokuð inni í hálft ár

Kat Von D var send í sama heimavistarskóla og Paris …
Kat Von D var send í sama heimavistarskóla og Paris Hilton. mbl.is/COVER

Förðunarmeistarinn og snyrtivörumógúllinn Kat Von D segir að hún hafi verið send í sama heimavistarskóla og hótelerfinginn Paris Hilton. Kat Von D segist hafa verið lokuð inni í hálft ár þegar hún var 15 ára gömul. 

Hilton greindi frá því í nýrri heimildarmynd um hana að foreldrar hennar hefðu sent hana í heimavistarskóla þegar hún var unglingur. Skólinn hafi hins vegar reynst vera geðdeild fyrir erfiða unglinga og segist Hilton hafa verið beitt kynferðisofbeldi og andlegu ofbeldi í skólanum.

Von D deildi því á dögunum í löngu myndbandi að hún hefði verið send í sama „pyntingaskóla“ og Hilton. „Ég eyddi sex mánðum af unglingsárum mínum þarna og skildi það eftir sig áfallastreituröskun og önnur áföll sem ég náði ekki að vinna úr,“ sagði Von D. 

Hún segist ekki hafa verið beitt kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi en hún segist hins vegar hafa tekið eftir að slíkt hafi gengið á í skólanum.

Von D þakkar Hilton fyrir að stíga fram og greina frá ofbeldinu sem hún varð fyrir, annars hefði hún aldrei haft hugrekki til þess. 

View this post on Instagram

Thank you, @parishilton for giving me the courage to share about being locked up for half a year, without ever seeing the sun, at Provo Canyon School in Utah. I spent those 6 traumatic months of my teenage years, only to leave with major PTSD and other traumas due to the unregulated, unethical and abusive protocols of this “school” — and cannot believe this place is STILL OPERATING. Please take a moment to watch @parishilton ‘s documentary #ThisIsParis and follow @breakingcodesilence to see other survivors testimonials and better understand the horrors of the “Troubled Teen” industry, and the damage it causes to not just the kids, but the families. 🖤 #breakingcodesilence

A post shared by 𝐊𝐀𝐓 𝐕𝐎𝐍 𝐃 (@thekatvond) on Oct 5, 2020 at 4:36pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson