Joshua Tree valin besta plata 9. áratugarins

Joshua Tree með U2 var valin besta plata 9. áratugarins.
Joshua Tree með U2 var valin besta plata 9. áratugarins. AFP

Joshua Tree, plata írsku hljómsveitarinnar U2, var valin besta plata 9. áratugarins af hlustendum BBC Radio 2. Platan kom út árið 1987 og á henni má finna slagara á borð við With or Without You og Where The Streets Have No Name. 

Á eftir Joshua Trree kemur plata Dire Straits, Brothers In Arms, og í þriðja sæti er The Stone Roses. Plata Dire Straits var mest selda platan í Bretlandi á 9. áratugnum. 

Í efstu 20 sætunum á listanum er aðeins að finna plötur eftir karlmenn, fyrir utan plötu Kate Bush, Hounds Of Love, sem er í 11. sæti. Á plötu The Human League, Dare, má þó finna lög með gestasöngkonunum Joanne Catherall og Susan Ann Sulley. 

Plötur söngkvennanna Madonnu, Janet Jackson, Tracy Chapman og Grace Jones er að finna neðar á listanum. 

„Við höfum fengið að njóta þeirra forréttinda að spila Joshua Tree á tónleikum um allan heim á síðustu árum og mér líður eins og platan hafi náð heilum hring. Það gleður okkur mikið að fólk tengi enn við þessi lög, nótt eftir nótt, ár eftir ár,“ sagði gítarleikarinn The Edge í viðtali við BBC

Efstu 10 sætin á lista BBC Radio 2

  1. U2  Joshua Tree
  2. Dire Straits  Brothers in Arms
  3. The Stone Roses  The Stone Roses
  4. Michael Jackson  Thriller
  5. Guns N' Roses  Appetite For Destruction
  6. The Human League  Dare
  7. The Smiths  The Queen is Dead
  8. Paul Simon  Graceland
  9. ABC  Lexicon of Love
  10. Prince  Purple Rain
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson