„Við förum bara ef þau senda okkur beint“

Daði Freyr Pétursson vann Söngvakeppnina árið 2020 en fór ekki …
Daði Freyr Pétursson vann Söngvakeppnina árið 2020 en fór ekki út vegna kórónuveirufaraldursins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson segir í viðtali við þýska miðilinn Berliner Zeitung að hann geti hugsað sér að fara í Eurovision árið 2021 ef hann verður sendur beint í keppnina. Hann ætlar ekki að taka þátt í Söngvakeppninni aftur. 

Nokkur lönd hafa ákveðið að senda keppendur sem áttu að keppa í vor í keppnina á næsta ári. Þegar viðtalið var tekið átti Daði Freyr von á því að slík ákvörðun yrði tekin á næstu dögum hjá RÚV. 

„Við förum bara ef þau senda okkur beint í Eurovision,“ sagði Daði Freyr í viðtalinu við þýska miðilinn en Daði Freyr býr í Berlín með fjölskyldu sinni. „Ég ætla ekki að keppa en það er svo mikil vinna að taka þátt í íslensku keppninni og á þessum tímapunkti er ekkert vit í því að gera það allt aftur.“

Daði Freyr efast um að hann væri enn í Berlín ef lagið Think About Things hefði ekki gengið jafn vel og raun bar vitni. Lagið varð til að mynda vinsælt víða í Evrópu. 

„Við áttum eiginlega enga peninga áður,“ sagði Daði Freyr. „Við eyddum öllum peningunum í myndbandið, sem var mikil áhætta en vel þess virði. Annars hefðum við flutt aftur til Íslands, búið hjá foreldrum okkar og byrjað nýjan starfsferil. Nú þurfum við ekki að hafa áhyggjur, tímasetningin var fullkomin.“

Þegar mbl.is falaðist eftir upplýsingum um Söngvakeppnina 2021 um miðjan ágúst var ekki búið að taka ákvörðun um hvernig framkvæmd hennar yrði hagað. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson