Langaði að gefast upp eftir neitun frá GoT

Millie Bobby Brown langaði að gefast upp þegar hún fékk …
Millie Bobby Brown langaði að gefast upp þegar hún fékk ekki hlutverk í Game of Thrones. AFP

Ungstirnið Millie Bobby Brown íhugaði alvarlega að hætta í leiklistinni eftir að hún fékk ekki hlutverk í þáttunum Game of Thrones. Brown sló þó heldur betur í gegn nokkrum árum síðar í netflixþáttunum Stranger Things. 

Brown var gestur í spjallþætti Jimmys Fallons á dögunum þar sem hún opnaði sig um hversu erfitt lífið í leiklistinni væri áður en þú slægir í gegn. 

Hún sagði að áður en hún fékk hlutverk Eleven í Stranger Things hefði hún fengið fjölda neitana. „Mér líður eins og maður fái fullt af nei-um áður en maður fær já,“ sagði Brown. Hún segist hafa farið í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í Game of Thrones sem hana langaði mikið til að fá. „Ég fékk nei í því og þá hugsaði ég bara: „Vá þetta er rosalega erfitt“,“ sagði Brown. 

Hennar síðasta tilraun til að fá hlutverk var fyrir þættina Montauk, sem seinna urðu að Stranger Things. „Ég fór í áheyrnarprufu og tveimur mánuðum seinna var hringt í mig og ég beðin að hitta þau á Skype. Ég gerði það og það fór eins og það fór,“ sagði Brown.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.