Langaði að gefast upp eftir neitun frá GoT

Millie Bobby Brown langaði að gefast upp þegar hún fékk …
Millie Bobby Brown langaði að gefast upp þegar hún fékk ekki hlutverk í Game of Thrones. AFP

Ungstirnið Millie Bobby Brown íhugaði alvarlega að hætta í leiklistinni eftir að hún fékk ekki hlutverk í þáttunum Game of Thrones. Brown sló þó heldur betur í gegn nokkrum árum síðar í netflixþáttunum Stranger Things. 

Brown var gestur í spjallþætti Jimmys Fallons á dögunum þar sem hún opnaði sig um hversu erfitt lífið í leiklistinni væri áður en þú slægir í gegn. 

Hún sagði að áður en hún fékk hlutverk Eleven í Stranger Things hefði hún fengið fjölda neitana. „Mér líður eins og maður fái fullt af nei-um áður en maður fær já,“ sagði Brown. Hún segist hafa farið í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í Game of Thrones sem hana langaði mikið til að fá. „Ég fékk nei í því og þá hugsaði ég bara: „Vá þetta er rosalega erfitt“,“ sagði Brown. 

Hennar síðasta tilraun til að fá hlutverk var fyrir þættina Montauk, sem seinna urðu að Stranger Things. „Ég fór í áheyrnarprufu og tveimur mánuðum seinna var hringt í mig og ég beðin að hitta þau á Skype. Ég gerði það og það fór eins og það fór,“ sagði Brown.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson