Farin að stunda minna kynlíf en áður

Sharon og Ozzy Osbourne stunda minna kynlíf en þau gerðu.
Sharon og Ozzy Osbourne stunda minna kynlíf en þau gerðu. AFP

Raunveruleikastjarnan Sharon Osbourne segir að hún og eiginmaður hennar Ozzy Osbourne séu farin að stunda minna kynlíf en þau gerðu áður. Í dag stunda þau kynlíf nokkrum sinnum í viku en fyrir nokkrum árum gerðu þau það þrisvar á dag. 

Í spjallþættinum sem Sharon stýrir opnaði hún sig um kynlíf þeirra hjónanna. „Við vitum öll að Ozzy var með mjög sterka kynhvöt. Það er ekkert leyndarmál. Hann stundaði nóg kynlíf fyrir alla. En það hefur minnkað. Við stunduðum einu sinni kynlíf þrisvar á dag en það er mun minna í dag. Segjum að við stundum kynlíf tvisvar í viku, sem er eðlilegt í löngu, löngu sambandi,“ sagði Sharon. 

Sharon og Ozzy gengu í það heilaga 1982 og eiga saman þrjú börn. Þau skildu að borði og sæng í stuttan tíma árið 2016 eftir 33 ára hjónaband þegar það fréttist að Ozzy hefði haldið fram hjá. Ári seinna deildi Sharon því hvernig hún varð aftur ástfangin af eiginmanni sínum. 

„35 ár með einhverjum er helvíti langur tími. Ég held ég hafi hætt að vera ástfangin af honum um tíma og orðið svo aftur ásfangin af honum,“ sagði Sharon.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.