Greindist með æxli í heila

Tom Parker greindist með heilaæxli fyrir sex vikum síðan og …
Tom Parker greindist með heilaæxli fyrir sex vikum síðan og er byrjaður í geislameðferð. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Tom Parker, einn af liðsmönnum hljómsveitarinnar The Wanted, er með æxli í heila. Parker sagði að hann væri enn í áfalli sex vikum eftir að honum var greint frá því að hann væri með krabbamein á fjórða stigi. 

„Ég vissi að eitthvað væri ekki í lagi, en ég bjóst aldrei við að það væri þetta,“ sagði Parker í viðtali við OK! magazine. Hann sagðist ætla að halda í jákvæðnina þó læknar hafi sagt honum að hann væri dauðvona. 

Parker öðlaðist mikla frægð um 2010 en lög hljómsveitarinnar The Wanted rötuðu á topplista víða um heim. Þar best hæst að nefna lögin Glad You Came og All Time Low. Hljómsveitin fór í dvala árið 2014. Eftir það fór Parker með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu af Grease og komst í úrslit í þáttunum Celebrity Masterchef. 

Hann er giftur leikkonunni Kelsey Hardwick og eiga þau 16 mánaða dótturina Aureliu saman og eiga von á sínu öðru barni. 

Parker fékk flog í júlí síðastliðinn og fór þá á biðlista fyrir segulómun. Sex vikum seinna fékk hann annað, alvarlegra, flog í fjölskylduferð í Norwich. Eftir þriggja daga rannsóknir var hann greindur með krabbamein. 

Í dag, mánudag, greindu þau Parker og Hardwick frá því að hann væri byrjaður í geislameðferð. 

View this post on Instagram

Hey guys, you know that we’ve both been quiet on social media for a few weeks and it’s time to tell you why. There’s no easy way to say this but I’ve sadly been diagnosed with a Brain Tumour and I’m already undergoing treatment. We decided, after a lot of thought, that rather than hiding away and trying to keep it a secret, we would do one interview where we could lay out all the details and let everyone know the facts in our own way. We are all absolutely devastated but we are gonna fight this all the way. We don’t want your sadness, we just want love and positivity and together we will raise awareness of this terrible disease and look for all available treatment options. It’s gonna be a tough battle but with everyone’s love and support we are going to beat this. Tom and Kelsey xxx

A post shared by Tom Parker (@tomparkerofficial) on Oct 11, 2020 at 11:08pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við ókunnuga gætu reitt þig til reiði. Kannski þú ættir að minnska samskiptin um tíma við þá sem þú þekkir ekki mjög vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við ókunnuga gætu reitt þig til reiði. Kannski þú ættir að minnska samskiptin um tíma við þá sem þú þekkir ekki mjög vel.