Hilton kallar eftir lokun heimavistarskólans

Paris Hilton vill láta loka skólanum.
Paris Hilton vill láta loka skólanum. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton kallar eftir því að heimavistarskóli í Utah í Bandaríkjunum verði lokað. Á föstudag mótmælti hún í almenningsgarði nálægt skólanum og krafðist lokunar. Í nýútkominni heimildarmynd um sjálfa sig greindi hún frá því í fyrsta sinn að hún hefði verið beitt ofbeldi í skólanum þegar hún dvaldi þar.

Hilton skipulagði mótmælin í almenningsgarði nálægt Provo Canyon school, ásamt nokkur hundruð mótmælendum sem einnig höfðu greint frá ofbeldi sem þeir urðu fyrir í svipuðum skólum.

„Þetta veldur svo miklu áfalli að þú vilt ekki einu sinni trúa því að þetta hafi gerst raunverulega. Þetta er eitthvað sem ég eyddi úr miningum mínum,“ sagði Hilton í ræðu fyrir framan mótmælendurnar. 

Hilton greindi fyrst frá ofbeldinu sem hún varð fyrir í skólanum í september. Síðan þá hafa fleiri stjörnur stigið fram og greint frá ofbeldinu sem viðgekkst í skólanum. Húðflúrarinn Kat Von D og dóttir Michael Jackson, Paris Jackson hafa meðal annars stigið fram. 

Í tilkynningu á vef skólans segir núna að eigendur skólans séu ekki þeir sömu og fyrir árið 2000. Því geti stjórnendur skólans ekki tjáð sig um það sem átti sér stað þar fyrir þann tíma. „Við skuldbindum okkur til þess að veita hágæða umönnun fyrir ungt fólk með sérstakar og oft flóknar tilfinningalegar, hegðunar og sálrænar þarfir,“ segir á vef Provo Canyon School.

The Guardian

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.