Kysstust þrátt fyrir skilnað

Cardi B og Offset standa í skilnaði.
Cardi B og Offset standa í skilnaði. AFP

Hjónin Cardi B og Offset voru afar innileg þegar rapparinn hélt upp á 28 ára afmælið sitt á laugardaginn í Las Vegas. Hún sótti um skilnað frá barnsföður sínum í september. Parið gifti sig árið 2017. 

Offset mætti í afmælið og sást kyssa barnsmóður sína á munninn að því er fram kemur á vef People. Offset var einnig duglegur að birta myndir úr afmælinu sem lauk ekki fyrr en undir morgun. Auk þess að kyssa hana beint á munninn sást hann halda utan um barnsmóður sína þegar þau voru að dansa og talaði um hana sem „stelpuna sína“. 

Cardi B og Offset eiga saman hina tveggja ára gömlu Kulture. Í september sagði rapparinn að það væru engar líkur á að þau tækju saman á ný. Þau eiga þó sögu um að hætta saman og byrja saman aftur. Þau hættu til að mynda saman tímabundið í lok árs 2018. 

Fleiri stjörur voru í afmælinu, raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner var meðal þeirra sem lögðu leið sína til Vegas. Jenner mætti á einkaþotu og gaf rapparanum tösku frá Birkin.

Cardi B og Offset.
Cardi B og Offset. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.