Roberta McCain látin 108 ára að aldri

Roberta McCain við útför sonar hennar John.
Roberta McCain við útför sonar hennar John. AFP

Roberta McCain, móðir öldungardeildarþingmannsins John McCain og olíuveldis-erfingi, lést á heimili sínu í Washington í dag. Roberta var 108 ára að aldri. 

Tengdadóttir Robertu, Cindy McCain, greindi frá andlátinu á Twitter-síðu sinni í dag en tiltók ekki hvernig andlátið bar að. Sonur Robertu og eiginmaður Cindy, John, lést í ágúst árið 2018 af völdum krabbameins í heila 81 árs að aldri. 

Roberta lifði og hrærðist í þunga miðju bandarískra stjórnmála í fleiri áratugi. Tengdafaðir hennar John S. McCain eldri var virtur aðmíráll í bandaríska sjóhernum og leiddi bandaríska flota í síðari heimsstyrjöld. Eiginmaður hennar, John S. McCain yngri, var einnig aðmíráll í bandaríska sjóhernum og leiddi innrás Bandaríkjahers í Dóminíska lýðveldið árið 1965 og leiddi hersveitir Bandaríkjanna í Víetnam-stríðinu. 

Roberta var þriggja barna móðir og bjó með fjölskyldu sinni í Washington-umdæmi. Hún þykir hafa haft gríðarleg áhrif á farsæla ferla eiginmanns hennar og sonar með því gestrisni sinni og gáfum. 

Gifti sig þvert á vilja fjölskyldunnar 

Roberta fæddist 7. febrúar 1912 í Muskogee í Oklahoma-ríki. Faðir hennar hafði skömmu fyrir fæðingu hennar keypt víðáttumikið land í ríkinu, skömmu fyrir olíu-æðið svokallaða í Bandaríkjunum. Faðir hennar, Archibald Wright, græddi á tá og fingri á olíufundi og fór á eftirlaun þegar Roberta var 12 ára. Hann flutti þá fjölskyldu sína til Los Angeles borgar í Kaliforníu-ríki. 

Roberta stundaði háskólanám við Háskólann í Suður-Kaliforníu og kynntist þar John, oftast kallaður Jack, McCain sem var þá hermaður í sjóher Bandaríkjanna. Þrátt fyrir andmæli fjölskyldu sinnar giftist Roberta Jack í Mexíkó árið 1933. 

Eftir 48 ára hjónaband fékk eiginmaður hennar John hjartaáfall um borð í farþegaflugi á leið til Washington og lést árið 1981. Dóttir þeirra, Jean Alexandra Morgan, lést árið 2019. Þriðja barn Robertu, Joseph P. McCain er enn á lífi auk 10 barnabarna, 11 barnabarnabarna og sjö barnabarnabarnabarna. 

Í viðtali við tímaritið Vouge árið 2008 var Roberta spurð hver lykillinn að langlífi hennar væri. 

„Ég geri ekkert sem ég á að gera. Ég hreyfi mig ekki og í dag hef ég nú þegar borðað hálfan pakka af karamelluhjúpuðu poppkorni. Elskan, ég hef átt algjört draumalíf. Og það var allt heppni,“ svaraði Roberta. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.