72 dagar til jóla og geitin komin upp

Jólageit Ikea var sett upp í dag.
Jólageit Ikea var sett upp í dag. Árni Sæberg

Sænska jólageitin er risin við verslun Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Geitin var sett upp í dag og er áminning um að nú styttist í jólin. Í dag eru 72 dagar til jóla. 

Síðustu ár hefur geitin verið undir ströngu eftirliti því oftar en einu sinni hafa óprúttnir aðilar reynt að kveikja í henni, eða tekist ætlunarverk sitt og kveikt í henni. 

Þá hefur Kári kuldaboli einnig herjað á geitina. Árið 2013 steypti hann henni af stalli en árið 2016 hafði hún betur í baráttunni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.