82 og alveg hætt að sofa hjá

Jane Fonda er hætt að stunda kynlíf.
Jane Fonda er hætt að stunda kynlíf. AFP

Leikkonan Jane Fonda er hætt að stunda kynlíf. Í viðtali við grínleikkonuna Tiffany Haddish sagðist Fonda ekki hafa tíma til að sofa hjá. Fonda, sem verður 83 ára í lok árs, segist hafa stundað alveg nógu mikið kynlíf á lífsleiðinni. 

„Nei,“ svaraði leikkonan þegar Haddish spurði hvort hún stundaði enn brjálað kynlíf. „Nei, ekkert. Ég hef ekki tíma. Ég er svo gömul og hef stundað svo mikið kynlíf, ég þarf það ekki núna af því ég er svo upptekin.“

Fonda sagði að fyrrverandi eiginmaður hennar, Ted Turner, hefði eitt sinn sagt henn að ef hún biði of lengi myndi gróa fyrir. „Ég held að hann hafi rétt fyrir sér. Ég gæti ekki stundað kynlíf jafnvel þótt mig langaði.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sættir þig við ýmislegt frá fólki sem þú fílar mjög vel. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki mála skrattann á vegginn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sættir þig við ýmislegt frá fólki sem þú fílar mjög vel. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki mála skrattann á vegginn.