Fyrsta útgáfa Harry Potter seld á 11 milljónir

Eintak úr fyrstu útgáfu af Harry Potter og viskusteininum.
Eintak úr fyrstu útgáfu af Harry Potter og viskusteininum. AFP

Fyrsta útgáfa af bókinni Harry Potter og viskusteinninn eftir J.K. Rowling seldist á 60.000 sterlingspund í Bretlandi í dag, því sem jafngildir tæpum ellefu milljónum króna. Bókin var í eigu bresks karlmanns sem búsettur er í Lúxemborg og nýtti bókina til að kenna börnum sínum ensku. 

Harry Potter og viskusteininn er fyrsta bókin um töfrastrákinn Harry af sjö. Upplag fyrstu útgáfu bókarinnar var einungis 500 eintök. Bókin sem um ræðir hafði verið verðmetin á 30.000 pund. 

Kaupandi bókarinnar bauð 75.000 pund í bókina að meðtaldri þóknun uppboðsaðila í Staffordshire á Englandi. 

Fram kemur á BBC að seljandi bókarinnar keypti bókina fyrir börn sín um 18 mánuðum eftir útgáfu hennar í júní árið 1997. Hann hyggst nota söluverðið til þess að greiða niður námslán dóttur sinnar. 

Uppboðsaðilar staðfestu að bókin væri úr fyrstu útgáfu þar sem orðin „einn vöndur“ voru tvítekin á blaðsíðu 53. 

Ekki liggur fyrir hver kaupandi bókarinnar er, en hann bauð í hana í gegnum síma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson