Heimsendapopp frá Barða og Betu

Laufey Jónsdóttir teiknaði þau Barða og Betu sem mynda tvíeykið …
Laufey Jónsdóttir teiknaði þau Barða og Betu sem mynda tvíeykið Redwood Moon.

Redwood Moon er heitið á nýju samstarfverkefni músíkalska parsins Barða Jóhannssonar og Elísabetar Eyþórsdóttur. Fyrsta lagið sem má heyra frá þeim er gamli kántrísmellurinn „The End Of The World“ sem einhver myndi segja að væri viðeigandi þessa dagana. 

Barði hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarna áratugi og Elísabet eða Beta hefur einnig gefið út tónlist undir merkjum Betur Ey og Sísí Ey.

Það á að minnsta kosti við í veröld þeirra: „Í sumar vorum við að spá hvort það væri ekki heppilegur tími að gefa út lagið þegar væri farið að rofa til og Covid í undanhaldi þannig að við ákváðum að 12. Október ætti heimurinn að vera kominn á skrið. Svo hittir þannig á að við erum að gefa út í miðri Covid bylgju þegar nafn lagsins á kannski við,” útskýrir Barði.

Það er þó ekki allt á vonarvöl í útgáfu Redwood Moon en lagið er gamall kántrístandard sem söngkonan Skeeter Davis gerði ódauðlegt á sínum tíma.  „Í okkar útgáfu þá birtir til í lokin, þannig að fallega dómsdags stemningin endar á flugi út úr raunveruleikanum og inn í fallegan melankólískan draumaheim.“

Von er á meiri tónlist frá tvíeykinu hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.