Slitu trúlofuninni eftir eitt ár

Jonah Hill er á lausu.
Jonah Hill er á lausu. Dimitrios Kambouris

Leikarinn Jonah Hill og unnusta hans Gianna Santos hafa slitið sambandi sínu rúmlega ári eftir að þau trúlofuðust. People greinir frá.

Hill og Santos hafa alla tíð haldið sambandi sínu frá augum fjölmiðla. Þau sáust fyrst saman í ágúst 2018 í göngutúr um New York-borg. Fregnir bárust af því í október í fyrra að þau hefðu trúlofað sig en nú hefur leiðir þeirra skilið. 

Santos útskrifaðist frá Fordham-háskóla árið 2011 og er nú samskiptastjóri hjá Violet Gray. Hún var eitt sinn stílisti hjá tískuvörumerkinu KITH NYC.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.